Kúrt hjá Astró / Sara María and Astró

Ég á rosa erfitt með að hlaða á síður af því ég er svo hrikalega hrædd alltaf um að þetta líti út að lokum eins og einhver hafi ælt of miklu skrappskrauti á eitt blað.

Ég ákvað að prufa allavegana einu sinni að hlaða alveg hrúgu og allskonar af stóru dóti sem ég hef aldrei gert áður, þannig ekki gera of mikið grín að mér ef þetta er wayyyy too much skraut ;)

Kveikjan að þessu var eiginlega gjöfin mín í leynivinaleiknum frá henni Ingunni H. Fullt af dóti þar sem ég hefði aldrei keypt mér sjálf í raun en mig langaði að reyna að hoppa aðeins út fyrir þennan ramma minn og prufa allt nýja dótið mitt + að mér finnst erfiðast að skrappa með fjólublátt og nota það því aldrei í raun.

Ég fékk nefnilega svona pins (títiprjóna) frá henni + stór blóm og metalskraut. Svo fékk ég perlur frá henni sem gáfu mér hugmyndina að því að kaupa mér þannig sjálf líka og nota í skrappið.

Svo að sjálfsögðu varð ég að prufa nýja Shimmerzið, Blingzið og stóru blómin sem ég keypti mér um daginn hjá Skrapp og Gaman + nýja Martha Stewart pönsinn minn sem ég fékk í Föndurstofunni.

Síðan er reyndar mikið fallegri up close af því þá sér maður svona nett glimmer í henni og blingið í hægra horninu niðri sést eiginlega ekkert á mynd, en allavegana hér er hún:

Pappírinn er frá Prima, borðin er frá Skröppunni, fjólubláu blómin eru frá Prima, litlu hvítu eru einnig Prima, stóru hvítu blómin eru stórar Gardeníur frá Skrapp & Gaman, fiðrildin eru Martha Stewart Monarch Butterfly pöns, blingið er frá Prima, metal fiðrildið frá Making Memories, laufblöðin frá Prima, splittinn frá Making Memories og svo er Shimmerz og Blingz yfir blómum og fiðrildum á síðunni.


------------------------------------------
My first attempt at really loading a page with stuff.  I usually never work with purple so this was somewhat of a challenge for me.


The paper, purple flowers, smaller white flowers, the bling and the leafs are from Prima, the large white flowers are from Skrapp & Gaman, the butterflies are the Monarch Butterfly punch from Martha Stewart, metal butterfly is from Making Memories, brads are from Making Memories and I used Shimmerz and Blingz on the flowers and the butterflies.0 comments:

Post a Comment