Málað með raksápu / Painting with shaving cream

Var búin að vera að skoða Pinterest allt of mikið síðuastu daga og sá þar þó nokkrar hugmyndir um hvernig væri hægt að mála án þess að nota þessa hefðbundnu leið með pensli og málningu.
I have been surfing Pinterest a lot for the last few days and saw so many great ideas on how to paint with your kids in non traditional ways that involve a paintbrush and some paint.

Við fjölskyldan þurftum að fara í bæinn þannig ég fór inn í nokkrar búðir þar sem ég nældi mér í allskonar litla skemmtilega hluti til að föndra með handa okkur mæðgum og þegar við komum heim var strax hafist handa.
We had to go downtown so I picked up a few fun craft supplies for me and my daughter and as soon as we got home we decided to give them a try.

Fyrsta sem okkur langaði að prufa var að búa til raksápumálningu.  Þetta hljómar voðalega furðulega en er alveg snilldar hugmynd og hrikalega gaman að prufa þetta.
To begin with we wanted to try painting with shaving cream. I know it sounds kind of weird but it is such a great idea and we had so much fun trying this out.

Náðum okkur í lítil plast glös og byrjuðum á því að sprauta raksápunni í glasið:
We got 4 small plastic cups and put the shaving cream in the cups:


Svo þar sem þetta var svona gel raksápa að þá þurfti maður aðeins að hræra upp í henni svo hún yrði svona:
We used a gel based shaving cream and had to stir it up a little bit to get it all nice and fluffy


Svo var næsta skref að bæta við málningunni.  Eina málningin sem var til hérna á heimilinu var Ikea málning en hún hentaði nú barasta svona snilldar vel.  Út í eitt svona lítið staupglas þarftu varla meira en 1-2 dropa af málningu, fer eiginlega alfarið eftir því hvað þú vilt hafa litinn dökkann. 
Next is to add the paint. We only had Ikea paint here at home but it worked wonderfully. Into one small glass you only need about 1-2 drops. You can make the color a little bit darker by adding more.


Eina að raksápan sem við áttum var með örlítið bláleitum keim og því breytti það auðvitað lokalitnum í hverju glasi.  T.d. eins og sést þá er verður gulur með örlítið grænum keim.
The only shaving cream we had had sort of a blue-ish tint to it and that of course affected the final outcome of color in each glass.  As you can see in the photo below, yellow has somewhat of a greenish tint to it.

 


Við bjuggum til 4 mismunandi liti úr gulum, rauðum, grænum og bláum.
We made 4 different colors from yellow, red, green and blue.


Svo náðum við okkur í hvítan cardstock frá Hvítlist.  Þetta er 240gr pappír þannig hann er nokkuð þykkur í sér, sýrufrír og því allt í lagi þó þetta væri aðeins blautt í sér.
We painted on white 240gr cardstock from Hvítlist.

Við byrjuðum á því að nota pensla, en svo auðvitað urðum við að prufa allt dótið sem við keyptum og þar notuðumst við við bómullarhnoðra, 2 svamp pensla frá Söstrene og svamprúllu, puttana og glerkúlur.
We started by using pensils, but of course we had to try out all the new stuff we bought such as cotton balls, sponges, sponge roll and marbles.



Hér má svo sjá lokaútkomuna. Það sem kom mér einna helst á óvart var að málningin verður rosa drjúg svona og hægt að mála alveg endalaust .  Við máluðum þó nokkrar myndir eingöngu með þessum 4 litlu plast staupglösum sem voru bara rétt rúmlega hálf.
Below you can see the final outcome. A small amount of paint really goes a long way when you add it to the shaving cream and we painted several pictures with only these 4 small cups.


Svo náttúrulega er ekkert gaman að fá að mála án þess að mála smá með puttunum. Skemmtum okkur mjög vel við að mála 2 svona stórar myndi eingöngu með puttunum.
And of course painting with your fingers is extremely fun so we made a few paintings with only our fingers :)



0 comments:

Post a Comment